[ ]

Mynd: Sigurgeir Jónasson

Search
Close this search box.

Ísfélag hf.

Ísfélag hf. var stofnað 1. desember 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið er með starfsemi í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn. Hlutverk félagsins er að stunda veiðar og framleiða hágæða afurðir úr bolfiski og uppsjávarfiski. Áhersla félagsins er að stunda ábyrgar veiðar og vinnslu í sátt við samfélagið og umhverfið.

Mynd: Valdís Óskarsdóttir

Sjálfbær matvælaframleiðsla

Helstu afurðir félagsins eru fiskimjöl, lýsi, ásamt frystum og ferskum bolfiskafurðir. Í allri vinnslu félagsins er fylgt eftir stöngum gæðamarkmiðum og starfsreglum sem byggðar eru á áhættuþáttagreiningu (HACCP).  

Ferskar og frosnar bolfiskafurðir eru aðallega seldar til Frakklands, Spánar, Englands og Bandaríkjanna. Frosnar uppsjávarafurðir eru einkum seldar til Póllands, Úkraínu, Hvíta-Rússalands, Kína og Japan. Mjöl og lýsi er selt til framleiðenda laxafóðurs í Noregi og Skotlandi. Afurðir félagsins eru að miklu leyti seldar af Iceland Pelagic ehf. og Stormar ehf., sem eru sölufyrirtæki sem Ísfélagið á með öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Öll vinnsla félagsins byggir á stöngum kröfum um framleiðslu úrvals matvöru til manneldis og kröfum um sjálfbærni. Virðing fyrir umhverfinu og lífríki sjávar er grundvöllur starfsemi okkar og við leggjum áherslu á góða umgengni um auðlindina og ábyrgar fiskveiðar svo komandi kynslóðir geti notið hennar áfram.

Matvælaframleiðslan

Í Vestmannaeyjum er rekið öflugt frystihús sem er sérhæft til vinnslu á uppsjávarafla. Frystigetan í húsinu er rúm 500 tonn á sólarhring. Á milli uppsjávarvertíða er unninn bolfiskur í frystar og ferskar afurðir. Framleiðslustjóri frystihússins er Björn Brimar Hákonarson.

Í Vestmannaeyjum er einnig framleitt fiskimjöl úr loðnu, síld, makríl og kolmunna í fiskimjölsverksmiðju félagsins. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 1.200 tonn af hráefni á sólarhring. Verksmiðjustjóri er Páll Scheving Ingvarsson og þar starfa um 20 manns. 

Á Þórshöfn er rekið öflugt frystihús þar sem unninn er bolfiskur og uppsjávarfiskur. Bolfiskvinnslan byggist á þorsk- og ufsavinnslu.  Framleiðslustjóri frystihússins er Siggeir Stefánsson.

Á Þórshöfn er einnig framleitt fiskimjöl úr loðnu, síld og makríl í fiskimjölsverksmiðju félagsins. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um um 900 tonn af hráefni á sólarhring. Verksmiðjustjóri er Rafn Jónsson.

Í Þorlákshöfn er rekin bolfiskvinnsla þar sem unninn er m.a. þorskur, karfi, ufsi og ýsa.  Helstu afurðirnar eru ferskir eða léttsaltaðir-frosnir hnakkar, bitar og heil flök fersk eða frosin léttsöltuð. Stærstu markaðir framleiðslunnar eru á meginlandi Evrópu. 

Á hafnarsvæðinu á Siglufirði er rekin nýleg rækjuverksmiðja sem framleiðir soðna og pillaða kaldsjávarrækju. Hluti af hráefni hennar er fersk rækja sem landað er á Siglufirði og hluti er keyptur frosinn frá norskum og kanadískum skipum. Mikil áhersla er lögð á vöruvöndun og hreinlæti í verksmiðjunni og uppfyllir hún gæðastaðla margra af helstu smásölukeðjum í Bretlandi auk þess að vera með BRC samþykki. Gott skráningarkerfi tryggir rekjanleika frá veiðum til vinnslu.

 

Mynd: Valdís Óskarsdóttir

Mynd: Sigurgeir Jónasson

Veiðar

Félagið gerir út fjögur uppsjávarskip, einn frystitogara, þrjú bolfiskiskip og einn krókabát. Félagið leggur áherslu á gott viðhald og umhirðu skipanna og leitast við hafa aðbúnað og öryggisbúnað fyrir áhafnir sem bestan. Félagið hefur á að skipa úrvals starfsmönnum með mikla og víðtæka reynslu.

skipurit

Stjórn og stjórnendur

Stjórn

Einar er fæddur þann 23. ágúst árið 1977 í Reykjavík. Einar tók sæti í stjórn félagsins árið 2013. Einar
hefur lokið BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Ísland og MBA námi. Einar starfar fyrir Kristinn ehf. og
tengd félög. Einar er stjórnarformaður Korputorgs ehf. og Myllunar-Ora ehf. 

Guðbjörg er fædd þann 14. mars 1952 í Reykjavík. Guðbjörg hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2001.
Hún lauk prófi frá Kennaraháskólanum árið 1976. Guðbjörg situr í stjórn Fastus ehf. og Kaaber-Ísam ehf.

Gunnar Sigvaldason stjórnarformaður er fæddur 1938. Hann er með Verslunarpróf frá Verslunarskóla
Íslands. Hann var framkvæmdastjóri Valbergs ehf. frá árinu 1961 til 2000 og framkvæmdastjóri Sæbergs
hf. frá 1974 til 1997. Gunnar var stjórnarformaður Ramma hf. frá árinu 2009 og var
framkvæmdastjóri félagsins frá 1997 til 2009. Hann situr í stjórn Sölku fiskmiðlunar hf., Atlas hf. og í
dótturfélagi Ísfélags hf., Primex ehf.

Gunnlaugur er fæddur þann 29. desember árið 1958. Gunnlaugur er stjórnarformaður félagsins og hefur
setið í stjórn félagsins frá árinu 1991. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1978 og
cand. jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1986. Gunnlaugur er stjórnarformaður Lýsis hf., Fastus ehf. og Ó.
Johnson og Kaaber – ÍSAM.

Steinunn H. Marteinsdóttir, stjórnarmaður, er fædd 1966. Hún er hárgreiðslumeistari að mennt og með
Diplomanám í ferðamálafræði. Steinunn starfar nú hjá Premium ehf. lífeyrisþjónustu eða frá árinu 2012.
Hún vann við hárgreiðslustörf frá árunum 1990 til 2002 þar sem hún átti og rak um tíma hárgreiðslustofu.
Á árunum 2004 – 2012 vann hún hjá Sparisjóðnum Afl/Arion banka. Steinunn situr í stjórn Þjóðlagaseturs
séra Bjarna Þorsteinssonar og hefur verið eigandi Kjólakistunnar ehf. frá 2014.

Framkvæmdastjórn

Stefán Friðriksson, forstjóri. Hann er fæddur 1963. Stefán er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið forstjóri Ísfélagsins frá því í febrúar 2010. Áður starfaði hann hjá Vinnslustöðinni hf. Frá 1997 til og 2010 og hjá Fiskistofu 1992 til 1997. 

Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri er fæddur árið 1959, og hefur verið framkvæmdastjóri Ramma hf. frá árinu 1991. Ólafur hefur skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og er Útgerðartæknir frá Tækniskóla Íslands. Ólafur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS

Unnar Pétursson, fjármálastjóri, er fæddur 1965. Unnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið fjármálastjóri Ramma hf. frá 1993. 

Örvar Guðni Arnarson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, er fæddur árið 1976. Örvar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var fjármálastjóri Ísfélags Vestmannaeyja frá 2011-2023.

Merki félagsins

Sækja má merki félagsins í PNG og PDF formi hér. PDF formið inniheldur RGB, CMYK, og PANTONE..

Tangagata 1 · 900 Vestmannaeyjar
isfelag [hja] isfelag.is
Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 virka daga

fylgdu okkur

© 2022 ÍSFÉLAG HF.

is_ISIS