Umsjónarmaður fiskvinnsluvéla

Ísfélag Vestmannaeyja hf. auglýsir starf umsjónarmanns fiskvinnsluvéla til umsóknar í frystihúsi félagsins í Vestmannaeyjum. Umsjón og viðhald fiskvinnsluvéla hússins.  Í frystihúsinu eru sjö Baader síldarflökunarvélasamstæður, tveir Baader bolfiskhausarar og þrjár Baader bolfiskflökunarvélar og ný bolfiskroðrífa frá Baader.  Mjög góð vinnuaðstaða er á vélaverkstæði fiskvinnsluvéla.

 

Starfssvið og helstu verkefni:

Viðhald og umsjón fiskvinnsluvéla

Innkaup varahluta og lagerhald vegna fiskvinnsluvéla

 

Menntunar og hæfniskröfur:

Menntun í viðgerðum véla er kostur

Reynsla í viðgerðum véla nauðsyn

Sjálfstæði og skipulagshæfileikar

 

Nánari upplýsingar veitir Björn Brimar Hákonarson framleiðslustjóri frystihúss í síma 892 0215 eða í netfangi bjorn@isfelag.is.

Umsóknir sendist einungis í tölvupósti eigi síðar en 26.Júní 2022.

Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Persónuverndaryfirlýsingu til umsækjenda um störf má sjá á heimasíðu félagsins, www.isfelag.is.

Ísfélag Vestmannaeyja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins með um 250 starfsmenn til sjós og lands. Það rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og gerir út fjögur uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og línubát.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins


Þjónustustjóri skipa

Ísfélag Vestmannaeyja hf. auglýsir laust starf þjónustustjóra fyrir útgerð skipa félagsins. Verkefnin eru á sviði viðhaldsmála, kostnaðareftirlits, þjónustu við skip ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Umsækjandi þarf að hafa véltækni- eða vélstjóramenntun eða aðra slíka reynslu sem nýtist í starfi.

Áhugasamir geta haft samband við Eyþór Harðarson, útgerðarstjóra,  í síma 488 1110 eða 861 2287 eða sent tölvupóst á eh@isfelag.is til að fá nánari upplýsingar.
Umsóknir sendist á ofangreint netfang. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Persónuverndaryfirlýsingu til umsækjenda um störf má sjá á heimasíðu félagsins, www.isfelag.is.

Ísfélag Vestmannaeyja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins með um 250 starfsmenn til sjós og lands. Það rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og gerir út fjögur uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og línubát.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins